fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Skartgripaþjófur á níræðisaldri herjaði á ríkaði fólkið í New York

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 7. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í New York telja sig loksins vera búna að hafa hendur í hári manns sem grunaður er um stórtækan þjófnað á skartgripum af heimilum ríka fólksins í New York.

Maðurinn sem um ræðir heitir Samuel Sabatino og er 82 ára gamall.

Talið er að hann hafi stolið skartgripum og úrum að andvirði 400 þúsund Bandaríkjadala, ríflega 50 milljóna króna, á síðustu fimm árum.

Sabatino þessi var býsna útsmoginn, ef marka má umfjöllun New York Times um málið. Sjálfur var hann búsettur á Flórída en í sumarleyfum ók hann til New York þar sem hann gekk inn í byggingar þar sem finna má íbúðir margra ríkra einstaklinga.

Sabatino, sakleysislegur með stór gleraugu og í ósköp venjulegum fötum, gekk fram hjá öryggisvörðum sem spurðu einskis. Hann gekk svo milli íbúða og freistaði þess að komast inn í íbúðir þar sem augljóslega var enginn heima. Er hann sagður hafa notað gamalt bragð og athugað við hvaða íbúðir væri uppsafnaður póstur. Hann tók svo í hurðarhúna og fór inn í íbúðir sem stóðu ólæstar og mannlausar.

Sabatino náðist á eftirlitsmyndavélar í einu þessara húsa árið 2015 og síðan þá hefur lögregla reynt að hafa upp á honum. Það hefur loksins tekist.

Ákæran yfir Sabatino er í tólf liðum en lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi verið viðriðinn fleiri innbrot í öðrum ríkjum, Arizona, Pennsylvaníu og Kaliforníu þar á meðal. Sabatino á fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins