fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Filippseyskar konur eiga að leysa flugmannaskort í Asíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 20:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill vöxtur í ferðamannaiðnaðinum í Asíu og samhliða því er farið að bera á skorti á flugmönnum. Á Filippseyjum er nú unnið hörðum höndum að því að fá fleiri konur til að leggja stund á flugnám til að mæta flugmannsskortinum.

Bloomberg skýrir frá þessu. Miðað við spár þá mun verða mikill skortur á flugmönnum. Boeing telur að þörf sé fyrir 266.000 flugmenn til viðbótar í Asíu fram til 2038. Nú þegar er farið að bera á skorti vegna vaxtar í ferðamannaiðnaðinum sem er meiri í Asíu en annarsstaðar í heiminum. Vöxturinn er svo mikill að flugfélögin geta ekki annað eftirspurn.

Skortur á flugmönnum er nú þegar farinn að valda því að flugfélög þurfa að fella niður ferðir og önnur eru byrjuð með sitt eigið flugmannsnám til að tryggja sér fleiri flugmenn.

Hjá Alpha Aviation Group, sem er stærsti flugmannsskólinn á Filippseyjum, er nú reynt að fá konur til að stunda flugmannsnám. Á brattann er að sækja miðað við stöðuna núna því aðeins einn af hverjum fimm nemendum eru kvenkyns. Á heimsvísu eru 3 prósent flugmanna konur.

Talsmenn skólans að mesta áskorunin sé að takast á við þá útbreiddu skoðun landsmanna að það séu aðeins karlmenn sem geta sótt um að komast í flugnám. Filippseyingar tala almennt góða ensku og það veitir góða möguleika til að mennta flugmenn sem geta starfað víða um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu

Var konan sem ICE skaut til bana aktívisti? – Fjölskyldan kemur af fjöllum en nágrannar syrgja baráttukonu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hafa fangaskipti við Frakka

Rússar hafa fangaskipti við Frakka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn varpar ljósi á síðustu daga Brigitte Bardot

Eiginmaðurinn varpar ljósi á síðustu daga Brigitte Bardot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Eigandinn sagður hafa flúið út með peningakassa og eytt sönnunargögnum

Harmleikurinn í Sviss: Eigandinn sagður hafa flúið út með peningakassa og eytt sönnunargögnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 4 dögum

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda