fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Trump – „Ég virðist alltaf vera appelsínugulur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 19:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið rætt og ritað um húðlit Donald Trump Bandaríkjaforseta. Það er eiginlega ekki hægt að mæla á móti því að hann virðist oft vera appelsínugulur. Margar skýringar hafa verið settar fram á þessum sérstaka húðlit forsetans en hann ræddi þetta sjálfur á fundi með stuðningsfólki repúblikanaflokksins í Baltimore á fimmutdaginn.

CNN og The Hill greina frá þessu. Fram kemur að Trump kenni sparperum um þetta, það sé þeim að kenna að húð hans virðist appelsínugul. Þó er tekið fram að Trump hafi verið ansi sjálfshæðinn þegar hann ræddi þetta. Hann sagði að perurnar vörpuðu slæmri birtu á hann og væru alltof dýrar:

„Fólk spurði hver tilgangurinn væri með þessu ljósaperum. Ég sagði: „Þetta er sagan,“ og ég kannaði þetta: „Perurnar, sem við erum neydd til að nota, lýsa illa og það er það sem skiptir mig mestu máli.““

Sagði hann glottandi og bætti við:

„Ég virðist alltaf vera appelsínugulur í birtunni frá þeim.“

Og bætti við að áheyrendurnir virtust líka vera appelsínugulir. Síðan gagnrýndi hann, öllu alvarlegri í bragði, sparperur fyrir að vera miklu dýrari en gömlu glóperurnar.

Fyrr í mánuðinum afnam ríkisstjórn Trump samþykkt frá valdatíma Barack Obama sem kvað á um að gömlu glóperurnar yrðu smátt og smátt teknar úr notkun. Þær eru ódýrari en verri fyrir umhverfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla