fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 06:00

Orlando Bloom og Katy Perry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orlando Bloom sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu þar sem hann lék álfinn Legolas. Hann hefur einnig leikið í fleiri vinsælum myndum og er því ekki óvanur sviðsljósinu. En 2016 komst hann í sviðsljósið þvert gegn vilja sínum. Þá náðust nektarmyndir af honum þar sem hann var að róa á bretti á Ítalíu. Ekki nóg með það því fyrir framan hann sat unnusta hans, Katy Perry, sem er heimsþekkt söngkona.

Bloom var alsnakinn á myndunum. Áður en þær voru birtar á netinu var getnaðarlimur hans hulinn með svörtum lit. En það vakti athygli margra að svarti liturinn náði yfir ansi stórt svæði og því var fátt meira rætt um hríð en að Bloom væri ansi vel vaxinn niður.

Nýlega kom hann fram í þætti Howard Stern þar sem talið barst að myndunum. Þar staðfesti Bloom að hann hefði orðið reiður þegar þær voru birtar. En hann reyndi einnig að slá á væntingar áhugasamra.

„Það er ekki svona stórt í rauninni. Hlutir verða stærri þegar myndavélar með aðdráttarlinsu eru notaðar. Þetta er sjónblekking.“

Sagði Bloom.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“