fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Faðirinn talinn hafa komið í veg fyrir fjöldamorð

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 11. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að árvökull faðir 27 ára Bandaríkjamanns í Texas hafi hugsanlega komið í veg fyrir fjöldamorð.

Maðurinn hafði samband við lögregluna í Fort Worth á dögunum þar sem hann hafði verulegar áhyggjur af velferð sonar síns. Sagðist hann óttast að sonurinn hefði í hyggju að fremja skotárás.

Skotárásir hafa verið tíðar í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Þann 31. ágúst létust sjö og yfir tuttugu særðust þegar byssumaður hóf skothríð á vegfarendur í Odessa og Midland í Texas.

Í frétt CBS kemur fram að lögregla hafi brugðist skjótt við og haft upp á manninum. Þá var hann búinn að taka út rúmlega 600 Bandaríkjadali sem hann viðurkenndi að hafa ætlað að nota til að kaupa árásarriffil.

„Hann viðurkenndi fúslega að hafa ætlað að fremja samskonar árás og framin var í Midland og Odessa,“ segir Ed Kraus, yfirmaður lögreglunnar í Fort Worth.

Í frétt CBS kemur fram að maðurinn hafi einnig reynt að kaupa skotvopn áður, en þurft frá að hverfa vegna þess að hann stóðst ekki bakgrunnsathugun. Ætli einhver sér að kaupa skotvopn í Bandaríkjunum er það vel hægt, enda ganga þær kaupum og sölum á svörtum markaði og er maðurinn sagður hafa ætlað að fara þá leið.

Faðir mannsins hafði tekið eftir hegðunarbreytingum hjá syni sínum eftir að hann hætti að taka lyf við andlegum veikindum. Lögregla kom manninum undir læknishendur á viðeigandi stofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis