fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Faðirinn talinn hafa komið í veg fyrir fjöldamorð

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 11. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að árvökull faðir 27 ára Bandaríkjamanns í Texas hafi hugsanlega komið í veg fyrir fjöldamorð.

Maðurinn hafði samband við lögregluna í Fort Worth á dögunum þar sem hann hafði verulegar áhyggjur af velferð sonar síns. Sagðist hann óttast að sonurinn hefði í hyggju að fremja skotárás.

Skotárásir hafa verið tíðar í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Þann 31. ágúst létust sjö og yfir tuttugu særðust þegar byssumaður hóf skothríð á vegfarendur í Odessa og Midland í Texas.

Í frétt CBS kemur fram að lögregla hafi brugðist skjótt við og haft upp á manninum. Þá var hann búinn að taka út rúmlega 600 Bandaríkjadali sem hann viðurkenndi að hafa ætlað að nota til að kaupa árásarriffil.

„Hann viðurkenndi fúslega að hafa ætlað að fremja samskonar árás og framin var í Midland og Odessa,“ segir Ed Kraus, yfirmaður lögreglunnar í Fort Worth.

Í frétt CBS kemur fram að maðurinn hafi einnig reynt að kaupa skotvopn áður, en þurft frá að hverfa vegna þess að hann stóðst ekki bakgrunnsathugun. Ætli einhver sér að kaupa skotvopn í Bandaríkjunum er það vel hægt, enda ganga þær kaupum og sölum á svörtum markaði og er maðurinn sagður hafa ætlað að fara þá leið.

Faðir mannsins hafði tekið eftir hegðunarbreytingum hjá syni sínum eftir að hann hætti að taka lyf við andlegum veikindum. Lögregla kom manninum undir læknishendur á viðeigandi stofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“