fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Enn ein kenningin um hvarf flugs MH370 – Varpar hún ljósi á hrap flugvélarinnar eða flækir hún málið enn frekar?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 07:00

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar kenningar hafa verið á lofti um örlög flugs MH370 sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína þann 8. mars 2014. Allir um borð, 239, eru taldir hafa látist þegar flugvélin hrapaði í Indlandshaf, að því að talið er.

Nú hefur hópur franskra sérfræðinga sent frá sér niðurstöður rannsóknar þeirra á örlögum vélarinnar. Frakkarnir komust að þeirri niðurstöðu að flugstjóri vélarinnar, hinn 53 ára Zaharie Ahmad Shah, hafi af ásetningi flogið vélinni beint niður í Indlandshaf. Áður hefur komið fram að Shah hafi glímt við þunglyndi. News.com.au skýrir frá þessu. Niðurstaðan er byggð á rannsóknum á miklu magni gagna, þar á með gagna sem vélin, sem var af gerðinni Boeing 777, sendi frá sér eftir að hún hóf sig á loft frá Kuala Lumpur.

Heimildamaður segir að ákveðnar undarlegar aðgerðir við stjórn vélarinnar hafi aðeins verið hægt að gera handvirkt úr flugstjórnarklefanum. Ekkert bendi til að einhver hafi brotið sér leið inn í flugstjórnarklefann.

Í júlí á síðasta birti annar sérfræðingahópur 495 blaðsíðna skýrslu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að einhver hefði á meðvitaðan hátt átt við stjórnkerfi vélarinnar en ekki var bent á neinn einstakan í því sambandi.

Nýlega kom síðan enn ein kenningin fram um að laumufarþegi hefði rænt vélinni og látið hana hrapa í hafið. Einnig hafa verið settar fram kenningar um að vélin hafi verið skotin niður eða að henni hafi verið flogið á leynilegan stað því um borð hafi verið leynilegt efni, en það hefur þó ekki verið skýrt nánar hvaða leynilega efni það á að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 1 viku

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst