fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Börðu bílþjóf í hel

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 06:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku skildu foreldrar þrjú börn sín eftir í bíl utan við verslun í Philadelphia í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fóru inn að versla. Þegar foreldrarnir komu út úr versluninni sáu þau á eftir bíl sínum með börnin innanborðs. Þau hlupu á eftir bílnum og náðu honum á næstu gatnamótum þar sem ökumaðurinn hafði orðið að stöðva á rauðu ljósi.

Þar drógu þau þjófinn út úr bílnum að því er segir í frétt CNN. Bílþjófurinn réðst þá á föðurinn og hljóp síðan á brott. En hópur nærstaddra hafði séð hvað gerðist og greip þá inn í atburðarásina. Fólkið náði bílþjófinum og barði hann svo illa að hann lést. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

CNN hefur eftir Jason Smith, lögreglustjóra í Philadelphia, að hann styðji ekki að fólk grípi til aðgerða sem þessara, lögreglan eigi að sjá um svona mál.

Lögreglan er með myndbandsupptökur af atburðinum og reynir nú að bera kennsl á fólkið sem barði hinn 54 ára bílþjóf í hel.

Börnin þrjú sluppu ómeidd frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði