fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Gríðarlegur trjádauði í bandarísku ofureldfjalli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 15:49

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yellowstone í Wyoming í Bandaríkjunum er ofureldfjall. Þetta er vinsæll ferðamannastaður og er Yellowstone þjóðgarður. Vegna sjóðheitrar kviku undir yfirborði ofureldfjallsins hafa tré drepist í stórum stíl nærri Tern Lake í norðvestur hluta þjóðgarðsins.

Svæðið er á stærð við fjóra knattspyrnuvelli. Samkvæmt frétt MSN þá hafa vísindamenn árum saman vitað að eitthvað væri að gerast neðanjarðar á svæðinu því tré byrjuðu að drepast og sú þróun hefur haldið áfram. 1994 var svæðið þakið trjám og þéttum gróðri.

Í Yellowstone er vitað um 10.000 heitar uppsprettur og hveri sem deilast niður á 120 stærri heit svæði.

Vísindamenn leggja áherslu á að þessi mikli trjádauði gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta sé þróun eins og við megi búast af ofureldfjalli.

Um 20 ofureldfjöll eru í heiminum en þau gjósa sjaldan eða að meðaltali á 100.000 ára fresti. En gos í þeim geta haft gríðarleg áhrif á loftslagið á jörðinni og ekki líf nær og fjær.

Yellowstone er í sjálfu sér ákveðin ógn við Bandaríkin og Norður-Ameríku. Þar gaus síðast fyrir 630.000 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks