fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Loksins er búið að leysa deilur Breta og Eþíópíumanna um hárlufsu eina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 05:59

Safnið hefur ekki viljað birta myndir af hárinu og því notum við þessa hér úr safni DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðist sem loksins sé búið að leysa deilur Breta og Eþíópíumanna um hárlufsu nokkra. Hún er af Tewodros II sem var keisari Eþíópíu þegar Bretar réðust inn í landið 1868. Breskir hermenn skáru hárið af honum þegar þeir fundu hann látinn en hann tók eigið líf því hann vildi ekki enda sem stríðsfangi. Hárið var fært The National Army safninu að gjöf fyrir 60 árum.

Bretar tóku einnig sjö ára son keisarans, Alemayehu, með sér heim ásamt öðrum verðmætum sem þeir stálu í Eþíópíu. Hann varð uppáhald Viktoríu drottningar en lést aðeins 18 ára af völdum lungnabólgu. Jarðneskar leifar hans eru varðveittar í Windsor kastala og vilja Eþíópíumenn einnig fá þær heim.

The National Army safnið hefur ákveðið að birta ekki myndir af hárlufsunni því málið er svo viðkvæmt. Það eru tvær lufsur eftir af hári keisarans, þær eru á stærð við smámynt.

Safnið hefur ákveðið að verða við kröfum Eþíópíumanna um að afhenda þeim hárið og hefst afhendingarferlið á næstu dögum. Safnið hefur þó sent frá sér skýr skilaboð um að það muni ekki láta fleiri muni frá Afríku af hendi. Hárdeilurnar hafa vakið upp kröfur margra um að fá stolna muni aftur frá breskum söfnum.

Af nógu er að taka enda fóru Bretar víða um heim og tóku eitt og annað á ferðum sínum sem endaði á breskum söfnum. Í Eþíópíu þurfti að sögn 15 fíla og 200 múldýr til að bera herfangið frá Maqdala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi