fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Eru sannfærðir um að það takist að finna Madeleine McCann – Óska eftir frekari fjárveitingum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 05:55

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Madeleine McCann hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia Da Luz í Portúgal í maí 2007 hefur leit staðið yfir að henni. Hún var 4 ára þegar hún hvarf. Portúgalska lögreglan rannsakaði hvarf hennar í upphafi en eftir nokkur ár tók Lundúnalögreglan, Scotland Yard, við rannsókninni og hefur sinnt henni síðan en þó með hléum.

Á föstudaginn fór Scotland Yard fram á frekari fjárveitingu til að geta haldið leitinni áfram en hún er þess fullviss að Madeleine muni finnast. Núverandi fjárveiting til rannsóknarinnar er að verða uppurinn og því er farið fram á meira fé svo hægt sé að halda rannsókninni gangandi fram á næsta ár hið minnsta.

Breskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu um helgina.

Fram að þessu hefur rannsóknin kostað tæplega 12 milljónir punda en það slagar hátt í tvo milljarða íslenskra króna.

Þegar rannsókn málsins var hafin á nýjan leik 2011 og fram til 2015 sinntu 29 lögreglumenn henni og engu öðru. Þeim tókst ekki að upplýsa málið en enn er unnið að rannsókn þess en nú eru það fjórir lögreglumenn sem sinna rannsókn þess og engu öðru.

Foreldrum Madeleine er mikið í mun að rannsókninni verði haldið áfram en gagnrýnisraddir heyrast einnig varðandi hana. Bent hefur verið á að nú séu að verða 12 ár síðan Madeleine hvarf og lögreglan sé engu nær um örlög hennar en í upphafi. Kostnaðurinn hafi verið mjög mikill og velta megi fyrir sér af hverju önnur mál af svipuðum toga fá ekki sömu meðferð og athygli yfirvalda en fleiri bresk börn hafa horfið erlendis í gegnum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“