fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu – Síðan sá lögreglumaður „líkið“ hreyfast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 06:59

Sjúkrahúsið í Molde. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði var kona úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu í Molde í Noregi. Hún hafði fundist lífvana og köld í snjóskafli. Lögreglan var kölluð á vettvang til að rannsaka andlátið. Þegar lögreglumenn voru komnir á vettvang sá einn þeirra hið meinta lík hreyfast og gefa hljóð frá sér.

TV2 skýrir frá þessu. Lögreglan hefur staðfest að hafa fengið tilkynningu um andlát á sjúkrahúsinu í Molde og að lögreglumenn hafi verið sendir til að rannsaka hvort eitthvað refisvert hafi átt sér stað í tengslum við andlátið.

Eftir að lögreglumaðurinn sá hið meinta lík hreyfast hófust endurlífgunaraðgerðir. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki viljað skýra frá hversu lengi konan „var látin“ áður en endurlífgun hófst.

Heilbrigðisyfirvöld telja þetta vera alvarlegt atvik en segja að samt sem áður verði enginn heilbrigðisstarfsmaður látinn sæta ábyrgð. Þau hafa ekki viljað tjá sig neitt frekar um málið eða hvort þetta hafi haft afleiðingar á heilsufar konunnar.

TV2 segir að konan sé á lífi og hafi fengið bréf frá heilbrigðisyfirvöldum þar sem fram kemur að atvikið sé mjög alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp