fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

300 sprengjuhótanir á einum degi – Höfðu áhrif á 50.000 manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 19:30

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur sprengjuhótunum rignt yfir Rússland en í gær fóru þær algjörlega úr böndunum. Þá bárust um 300 sprengjuhótanir í Moskvu einni og beindust þær gegn skólum og verslunarmiðstöðvum.

Interfax segir að yfirvöldum í Moskvu hafi borist tæplega 300 sprengjuhótanir í gær og hafi þurft að gera um 50.000 manns að yfirgefa byggingar í borginni. RIA Novosti segir að hótununum hafi verið beint gegn 130 byggingum í borginni. Engar sprengjur fundust.

Þetta var hápunkturinn á miklum fjölda sprengjuhótana undanfarna daga. Svipuð holskefla hótana skall á Rússlandi 2017 og hafði töluverð áhrif á efnahag landsins. Þá héldu margir rússneskir fjölmiðlar því fram að nágrannarnir í Úkraínu stæðu að baki hótununum og gerðu það í hefndarskyni fyrir innlimun Krímskaga í Rússland 2014.

Í september 2017 þurftu 100.000 manns að yfirgefa ýmsar byggingar í Rússlandi vegna sprengjuhótana í 20 borgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans