fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Elísabet II Bretadrottning – Metadrottningin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretadrottning hefur setið lengur á valdastóli en elstu menn muna eða síðan 1952 en þá lést faðir hennar. Hún hefur víða komið við á þessum áratugum, ferðast víða um heim, hitt ótal manneskjur, setið ótal fundi og flutt fjölda ávarpa. Hún á mörg met og væntanlega verða sum þeirra seint slegin.

Um jólin ávarpar hún þegna sína í sjónvarpsávarpi og hefur gert síðan 1957. Ávarpinu er ekki aðeins sjónvarpað á Bretlandseyjum því það er sent út til allra 53 ríkjanna í Breska samveldinu en Elísabet gegnir æðsta embætti Samveldisins. Hún er einnig þjóðhöfðingi í 16 af aðildarríkjum sambandsins, þar á meðal eru Ástralía, Nýja-Sjáland, Kanada og Jamaíka. Hún hefur þó ekki tök á að sinna hefðbundnum skyldum þjóðhöfðinga í þessum 16 ríkjum og því er hinum daglegu störfum útvistað til landstjóra og annarra fulltrúa. Hún er í raun bara þjóðhöfðingi að forminu til og ríkin sjá algjörlega um sig sjálf og spyrja drottninguna ekki neins.

Elísabet var einnig þjóðhöfðingi 16 ríkja til viðbótar sem héldu henni sem drottningu eftir að þau fengu sjálfstæði frá Bretum. Þau skiptu síðar úr því að vera konungsríki yfir í að vera lýðveldi. Meðal þeirra eru Suður-Afríka, Úganda, Malta og Fíjí.

Engin breskur þjóðhöfðingi hefur haldið fleiri jólaávörp en Elísabet enda byrjuðu þau ekki fyrr en 1932.

Krýning hennar sem drottningar þann 2. júní 1953 var fyrsti atburðurinn sem var sjónvarpað um allan heim en beinar útsendingar voru ekki í boði allsstaðar þá og því var flogið með upptökur frá Bretlandi um leið og krýningarathöfninni lauk.

Enginn núlifandi konungborinn hefur setið lengur á valdastóli en Elísabet en hún hefur nú verið við völd í 68 ár. Auk þess er hún sá breski þjóðhöfðingi sem lengst hefur verið við völd.

Elísabet á líklegast einnig metið yfir að vera sá konungborni þjóðhöfðingi sem veitir fjölmiðlum fæst viðtöl. Hún veitir einfaldlega engin viðtöl. Hún forðast algjörlega að segja eitthvað umdeilt á opinberum vettvangi.

Hún er eini breski þjóðhöfðinginn sem hefur mætt í útför óbreytts borgara en hún var viðstödd útför Sir Winston Churchill sem var forsætisráðherra Bretlands á meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði. Það sýnir vel hversu mikils metinn Churchill og þjónusta hans í þágu ríkisins var.

Eitt met á Elísabet langt í að slá en það er að ná hæsta aldri breskra drottninga. Móðir hennar, sem hét einnig Elísabet, varð tæplega 102 ára. Hún var þó ekki þjóðhöfðingi en hafði drottningartitil sem eiginkona konungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“