fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Yfirlæknir varar við – Þið megið ekki vera í sama rými og þeir sem reykja rafrettur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 06:00

Mynd: www.ecigclick.co.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn og ungt fólk með astma og léleg lungu ætti ekki að vera í sama herbergi og þeir sem reykja rafrettur. Þetta segir Charlotta Pisinger, prófessor og yfirlæknir í tóbaksforvörnum á Bispebjerg og Frederiksberg sjúkrahúsunum í Danmörku.

Þessi orð lét hún falla í framhaldi af birtinu niðurstaðna nýrrar bandarískrar rannsóknar sem sýnir að það getur verið slæmt fyrir heilsun að anda að sér reyk úr rafrettum. Þannig er gufan frá rafrettun heilsuspillandi eins og reykur frá sígarettum.

Í læknaritinu Propatienter segir Pisinger að hún telji mikilvægt að fræða fólk um að ef það er með astma eða léleg lungu eigi það ekki að vera í rýmum þar sem rafrettur eru reyktar, það sama gildi um þetta og dvöl í herbergjum þar sem venjulegar sígarettur eru reyktar.

„Lungun hafa einfaldlega ekki gott af gufunni frá rafrettunum.“

Rannsóknin, sem var kveikjan að þessum orðum Pisinger, var nýlega birt í vísindaritinu Chest Journal. Hún beindist að börnum og ungmennum sem þjást af astma.

Pisinger segir að niðurstöðurnar sýni að ef líkurnar á astmakasti aukist um 27 prósent ef manneskja með astma sé í herbergi eða bíl með einhverjum sem reykir rafrettu. Börn og ungmenni eru í sérstökum áhættuhóp því öndunarfæri þeirra eru viðkvæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið