fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Banvænn uppvakninga-sjúkdómur getur borist í menn – „Ef Stephen King skrifaði um smitsjúkdóm myndi hann skrifa um þetta“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af banvænum sjúkdómi, „uppvakninga-sjúkdómi, sem hefur breiðst út meðal hjartardýra í Bandaríkjunum og Kanada undanfarið. Hann hefur nú greinst í dýrum í 24 ríkjum í Bandaríkjunum og tveimur héruðum í Kanada. Sérfræðingar óttast að sjúkdómurinn geti borist í fólk.

DV skýrði frá sjúkdómnum fyrr í vikunni. Fram kom að sjúkdómurinn hefur einnig greinst hjá hjartardýrum í Noregi. Fox News segir að hvorki sé hægt að bólusetja gegn honum né lækna hann.

Í síðustu viku varaði Michael Osterholm, hjá Minnesota háskóla, þingmenn og yfirvöld við hættunni sem stafar af sjúkdómnum, sem nefnist CWD. Hann segir að það þurfi að takast á við hann eins og lýðheilsusjúkdóm því hætt sé við að hann geti borist í menn innan fárra ára. Ekki er vitað til að fólk hafi smitast af honum enn sem komið er.

Osterholm segir að líklega muni sjúkdómurinn berast í fólk þegar það borðar sýkt kjöt.

„Hugsanlega mun mikill fjöldi fólks smitast og að ekki verði um einöngruð tilfelli að ræða.“

Sagði hann í samtali við Twin Cities Pioneer Press og bætti við:

„Ef Stephen King myndi skrifa skáldsögu um smitsjúkdóm myndi hann skrifa efni eins og þetta.“

Ástæðan fyrir að sjúkdómurinn er oft nefndur „uppvakningasjúkdómur“ er að einkenni hans líkjast þeim sem uppvakningar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sýna. Þar á meðal eru slef, stirt göngulag, skortur á samhæfingu, hræðast ekki fólk, árásargirni og dofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“