fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Þetta klósett laðar ferðamenn að í tugþúsunda tali

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 06:59

Hið vinsæla klósett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir fara í ferðalög til að skoða sögulega staði, söfn, gamlar minjar, menningarverðmæti eða stórkostlega náttúru. En á Nýja-Sjálandi er það klósett í bænum Kawakawa, sem er í um fimm klukkustunda akstursfjarlægð frá Auckland, sem heillar ferðamenn einna mest. Árlega koma um 250.000 ferðamenn til að skoða þetta klósett, ekki endilega til að nota það.

News.com.au skýrir frá þessu. Vinsældir klósettsins má rekja til þess að það var hannað af austurríska listamanninum og arkitektinum Friedensreich Hundertwasser. Verk eftir hann er að finna víða um Vínarborg og síðan er auðvitað klósettið vinsæla í Kawakawa.

Er þetta ekki eitthvað sem allir verða að sjá?

Hann er þekktur fyrir að hafa ekki verið hrifinn af beinum línum og mikla litadýrð og áherslu á náttúruna. Það er einmitt þetta sem einkenni þetta vinsæla klósett.

Hundertwasser flutti til Nýja-Sjálands á áttunda áratugnum. Hann hannaði klósettið vinsæla 1999 en það er eina verkið sem hann gerði á Nýja-Sjálandi. Hann lést árið 2000, 71 árs að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“