fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Nethrellir loksins gómaður: Fjölskylda upplifði martröð í rúmt ár

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók á föstudag karlmann sem grunaður er um að hafa lagt líf fjölskyldu einnar í rúst, eða allt að því, með ítrekuðu áreiti.

Maðurinn sem um ræðir heitir Loren Okamura og er búsettur á Hawai. Hann er grunaður um að hafa stundað það að senda fólk að heimili fjölskyldu einnar í Utah í yfir 500 skipti á rúmu ári. Hann pantaði til dæmis vændiskonur, pítsur, viðgerðarmenn; pípulagningarmenn, smiði og lásasmiði til dæmis að heimili Gilmore-fjölskyldunnar í úthverfi Salt Lake City. Þá setti hann myndir af fjölskyldumeðlimum á netið, bað um að fíkniefni væru send að heimilinu og hafði í hótunum.

Lögreglu hafði lengi grunað að Okamura væri að verki þar sem hann hafði horn í síðu fjölskyldunnar. Lögregla hefur ekki útlistað nánar hvað átti sér stað áður en Okamura byrjaði á þessu en svo virðist sem um einhverjar óuppgerðar sakir hafi verið að ræða.

Rannsókn málsins tók langan tíma, ekki síst í ljósi þess að Okamura passaði sig á því að hylja slóð sína á veraldarvefnum.  Fulltrúar FBI fóru þó til Hawai í liðinni viku og handtóku Okamura. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu