fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

„Fullkomið safn“ – 3.900 viskíflöskur boðnar upp

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. desember 2019 20:30

Mynd úr safni. Mynd:Sothebys

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta einkasafn heimsins af viskíflöskum verður fljótlega boðið upp. Safnið samanstendur af 3.900 flöskum. Þær dýrustu eru metnar á sem svarar til um 160 milljóna íslenskra króna. Reiknað er með að safnið seljist fyrir sem svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna.

Safnið hefur verið sagt vera hið „fullkomna“ safn. Það er fjölskylda Richard Gooding, fyrrum yfirmanns hjá PepsiCo í Bandaríkjunum, sem er að selja safnið en það er afrakstur söfnunar hans. Hann var óþreytandi við að fara til Skotlands til að kaupa viskí á uppboðum og hjá brugghúsum. Hann lést 2014.

Safnið var geymt í „pöbbnum“ hans á heimili hans í Colorado. „Pöbbinn“ var í raun sýningarsalur þar sem sumar af sjaldgæfustu og frægustu viskítegundum heims voru sýndar.

Í safninu er meðal annars flaska af Fine and Rare Macallan frá 1926 en ein slík var nýlega seld fyrir sem svarar til um 240 milljóna íslenskra króna.

Safnið verður selt á uppboði á the Whisky Auctioneer vefsíðunni. Það fer fram í tveimur hlutum, í febrúar og apríl á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn