fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Lýsa yfir neyðarástandi vegna nýnasista og öfgahægrimanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 21:00

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórnin í Dresden í Þýskalandi hefur lýst yfir neyðarástandi og að tekið verði upp sérstakt „viðbragðsstig“ vegna mikilla vandræða tengdum nýnasistum og öfgahægrimönnum í borginni. Dresden, sem er höfuðborg Sachsen, hefur lengi verið brjóstvörn öfgahægrimanna. Þar varð Pegida-hreyfingin til en hún er andsnúin múslimum.

Borgaryfirvöld sækjast eftir að borgin verði Menningarhöfuðborg Evrópu 2025. Þau segja í yfirlýsingu sinni að það verði að gera meira í baráttunni við öfgahægrimenn. Max Aschenbach, sem lagði tillöguna fram í borgarstjórn, segir að yfirlýsingin þýði að borgaryfirvöld staðfesti að þau standi frammi fyrir alvarlegu vandamáli, opnu lýðræðislegu samfélagi sé ógnað.

Samkvæmt yfirlýsingunni  á að styrkja lýðræðislega hversdagsmenningu með því að veita minnihlutahópum og fórnarlömbum ofbeldis betri vernd.

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Sambandslýðveldisins, segir að lögreglan leggi hald á sífellt meira af vopnum hjá hópum öfgahægrimanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“