fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Lýsa yfir neyðarástandi vegna nýnasista og öfgahægrimanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 21:00

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórnin í Dresden í Þýskalandi hefur lýst yfir neyðarástandi og að tekið verði upp sérstakt „viðbragðsstig“ vegna mikilla vandræða tengdum nýnasistum og öfgahægrimönnum í borginni. Dresden, sem er höfuðborg Sachsen, hefur lengi verið brjóstvörn öfgahægrimanna. Þar varð Pegida-hreyfingin til en hún er andsnúin múslimum.

Borgaryfirvöld sækjast eftir að borgin verði Menningarhöfuðborg Evrópu 2025. Þau segja í yfirlýsingu sinni að það verði að gera meira í baráttunni við öfgahægrimenn. Max Aschenbach, sem lagði tillöguna fram í borgarstjórn, segir að yfirlýsingin þýði að borgaryfirvöld staðfesti að þau standi frammi fyrir alvarlegu vandamáli, opnu lýðræðislegu samfélagi sé ógnað.

Samkvæmt yfirlýsingunni  á að styrkja lýðræðislega hversdagsmenningu með því að veita minnihlutahópum og fórnarlömbum ofbeldis betri vernd.

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Sambandslýðveldisins, segir að lögreglan leggi hald á sífellt meira af vopnum hjá hópum öfgahægrimanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála