fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Slökkviliðsmaður handtekinn fyrir að kveikja gróðurelda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 22:00

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan handtók á miðvikudaginn 19 ára sjálfboðaliða í slökkviliði í New South Wales en hann er grunaður um að hafa kveikt sjö elda meðfram ströndum fylkisins. Hann sneri síðan aftur til starfsfélaga sinna til að hjálpa þeim að slökkva eldana sem hann hafði kveikt.

New South Wales hefur orðið illa úti í þeim miklu gróðureldum sem herja nú á Ástralíu og hafa gert síðan um miðjan október.

Lögreglan telur að maðurinn hafi kveikt eldana og síðan farið á brott til þess að koma aftur til að slökkva þá. Yfirmaður slökkviliðs fylkisins segir að unga manninum hafi umsvifalaust verið vikið frá störfum.

„Slökkviliðsmenn eru að vonum reiðir yfir að meintar gerðir eins manns geti eyðilegt orðspor þeirra og það mikla starf sem margir hafa lagt á sig. Hegðun sem þessi eru verstu svikin við okkur slökkviliðsmenn og samfélagið í heild.“

Sagði slökkviliðsstjórinn.

Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist af völdum eldanna, mörg hundruð heimili hafa brunnið og rúmlega 1,5 milljónir hektara hafa orðið eldi að bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði