fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Kona varð fyrir ofbeldi á heimilinu – Dóttirin kom henni til bjargar með snjöllum hætti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega varð kona nokkur í Oregon í Bandaríkjunum fyrir líkamsárás á heimili sínu. Dóttir hennar, 14 ára, var heima og kom hún móður sinni til bjargar með snilldarlegum hætti.

Hún hringdi í neyðarlínuna og þegar svarað var sagðist hún ætla að panta pizzu. Sky skýrir frá þessu. Neyðarvörðurinn taldi í fyrstu að hún hefði hringt í vitlaust númer. Það var Tim Teneyck sem varð fyrir svörum hjá neyðarlínunni. Hann sagði henni fyrst að hún hefði hringt í skakkt númer, hér væru ekki afgreiddar pizzur. En hún gafst ekki upp og hélt pizzupöntun sinni áfram og þá áttaði Teneyck sig á alvöru málsins.

„Ég skil þig núna. Er maðurinn en í húsinu?“ Spurði hann.

„Já, ég þarf stóra pizzu.“ Svaraði stúlkan.

Hann spurði hana þvínæst hvort þörf væri á læknisaðstoð.

„Nei, með pepperoni.“ Svaraði stúlkan.

Því næst sagði Teneyck að hann myndi senda lögreglumenn á vettvang. Árásarmaðurinn var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás.

Teneyck segir að það hafi verið 14 ára reynsla hans sem neyðarvörður sem gerði að verkum að hann skildi alvöru málsins.

„Ég áttaði mig á þessu því hún hélt sig fast við pizzupöntunina.“

NBC hefur eftir Micheal Navarre, lögreglustjóra, að á 42 ára starfsferli hafi hann aldrei heyrt um neitt þessu líkt og vonast til að aðrir geti notað þessa aðferð eða svipaðar ef þeir þarfnast aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru