fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Þarna eru lötustu unglingar í heimi – Sjáðu hvar Ísland er á listanum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef hægt er að skilgreina hreyfingarleysi sem leti eru unglingar í Suður-Kóreu þeir lötustu í heimi. Þetta er samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem tekið hefur saman tölur um hreyfingu ungmenna um heim allan.

Samkvæmt þessum tölum fær aðeins fimmti hver unglingur á aldrinum 11 til 17 þá hreyfingu sem talin er nægjanleg til að stuðla að heilbrigði. Staða mála virðist vera einna verst í Asíu þar sem yfir níutíu prósent unglinga í löndum á borð við Suður-Kóreu (94,2%) Filippseyjum (93,4) og Kambódíu (91,6%) hreyfa sig í minna en klukkustund á dag að jafnaði.

Að sama skapi virðist staðan vera einna best í Bangladess (66,1%), Slóvakíu (71,5%) og Írlandi (71,8%) þar sem mun færri stunda litla hreyfingu. Ísland er í 37. til 38. sæti á listanum – deilir sæti með Belís – en samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ná 80,3 prósent íslenskra unglinga ekki einnar klukkustundar hreyfingu á dag að jafnaði. Við erum þó fyrir ofan Svíþjóð, Danmörku og Noreg en nokkuð fyrir neðan Finnland og Grænland.

Það er Mail Online sem fjallar um þessar niðurstöður og þá út frá stöðu Bretlands sem er nokkuð fyrir ofan Ísland á listanum. Bretar eru í 31. sæti og lýsa sérfræðingar þar í landi yfir áhyggjum af stöðu mála. „Ungmenni sem hreyfa sig reglulega eru heilsuhraustari og gengur jafnan betur í námi,“ segir Russell Viner, deildarforseti við Royal College of Paediatrics and Child Health.

Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kemur fram að mikilvægt sé að hvetja ungmenni til aukinnar hreyfingar, meðal annars til að berjast við offitu og lífstílssjúkdóma. Bent er á að öll ungmenni á aldrinum 11 til 17 ára ættu að fá minnst klukkustundar hreyfingu á hverjum degi, en sannleikurinn sé sá að aðeins tæplega tveir af hverjum tíu ná þeirri hreyfingu.

Samkvæmt skýrslunni hreyfa stúlkur sig minna en strákar. Þetta var raunin í öllum nema fjórum af þeim 146 löndum sem könnunin tók til. Tonga, Samóa, Afghanistan og Sambía voru undantekningin frá þessari reglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni