fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Loftslagsbreytingar verða skyldufag í skólum grunnskólabarna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalir verða að líkindum fyrsta þjóðin þar sem loftslagsbreytingar – orsakir og afleiðingar þeirra – verða skyldufag í grunnskólum landsins.

Lorenzo Fioramonti, menntamálaráðherra Ítalíu, tilkynnti þetta en breytingin mun taka gildi á næsta skólaári. Grunnskólar landsins verða skyldugir til að leggja að minnsta kosti eina kennslustund á viku undir þetta þarfa málefni. Samhliða þessu verður lögð áhersla á að koma námsefni um sjálfbærni inn í nám barnanna, til dæmis í gegnum stærðfræði, landafræði og eðlisfræði.

„Ég vil að ítalska menntakerfið verði það fyrsta í heiminum þar sem umhverfi og samfélag verða hornsteinn þess sem börnin læra í skólanum,“ hefur Independent eftir Fioramonti.

Fioramonti hefur beitt sér mjög í þágu umhverfismála en hann lagði nýlega til að sérstakir skattar yrðu lagðir á flugferðir, plast og sykraðan mat. Peningarnir sem fengjust með þessum sköttum færu beint í ítalska menntakerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól