fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

Loftslagsbreytingar verða skyldufag í skólum grunnskólabarna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalir verða að líkindum fyrsta þjóðin þar sem loftslagsbreytingar – orsakir og afleiðingar þeirra – verða skyldufag í grunnskólum landsins.

Lorenzo Fioramonti, menntamálaráðherra Ítalíu, tilkynnti þetta en breytingin mun taka gildi á næsta skólaári. Grunnskólar landsins verða skyldugir til að leggja að minnsta kosti eina kennslustund á viku undir þetta þarfa málefni. Samhliða þessu verður lögð áhersla á að koma námsefni um sjálfbærni inn í nám barnanna, til dæmis í gegnum stærðfræði, landafræði og eðlisfræði.

„Ég vil að ítalska menntakerfið verði það fyrsta í heiminum þar sem umhverfi og samfélag verða hornsteinn þess sem börnin læra í skólanum,“ hefur Independent eftir Fioramonti.

Fioramonti hefur beitt sér mjög í þágu umhverfismála en hann lagði nýlega til að sérstakir skattar yrðu lagðir á flugferðir, plast og sykraðan mat. Peningarnir sem fengjust með þessum sköttum færu beint í ítalska menntakerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd
Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum