fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Loftslagsbreytingar verða skyldufag í skólum grunnskólabarna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalir verða að líkindum fyrsta þjóðin þar sem loftslagsbreytingar – orsakir og afleiðingar þeirra – verða skyldufag í grunnskólum landsins.

Lorenzo Fioramonti, menntamálaráðherra Ítalíu, tilkynnti þetta en breytingin mun taka gildi á næsta skólaári. Grunnskólar landsins verða skyldugir til að leggja að minnsta kosti eina kennslustund á viku undir þetta þarfa málefni. Samhliða þessu verður lögð áhersla á að koma námsefni um sjálfbærni inn í nám barnanna, til dæmis í gegnum stærðfræði, landafræði og eðlisfræði.

„Ég vil að ítalska menntakerfið verði það fyrsta í heiminum þar sem umhverfi og samfélag verða hornsteinn þess sem börnin læra í skólanum,“ hefur Independent eftir Fioramonti.

Fioramonti hefur beitt sér mjög í þágu umhverfismála en hann lagði nýlega til að sérstakir skattar yrðu lagðir á flugferðir, plast og sykraðan mat. Peningarnir sem fengjust með þessum sköttum færu beint í ítalska menntakerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“