fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Ert þú að þvo íþróttafötin þín of oft?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 16:30

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þværð þú íþróttafötin þín eftir hverja æfingu? Eða ert þú manngerðin sem kemur því ekki í verk að setja í þvottavélina og verður að ná í svitalyktandi fötin í þvottakörfuna áður en farið er á næstu æfingu? En hvort sem við á, þá er stóra spurningin eiginlega hversu oft á að þvo íþróttafötin?

Þessu var nýlega svarað í Women‘s Health. Þegar þetta mál er rætt þarf að byrja á að ræða bakteríur. Það er auðvitað ekkert sérstaklega spennandi umræðuefni en samt sem áður mikilvægt í þessu samhengi. Það er ekki sviti sem lætur íþróttafötin lykta misvel, það eru bakteríur sem sjá um það. Þær elska rök og sveitt föt því þar eru kjöraðstæður fyrir þær til að fjölga sér.

Öll erum við með bakteríur á líkamanum og kippum okkur flest ekki upp við það. En ef þú skellir þér í íþróttaföt sem hafa legið í blautri hrúgu áttu á hættu að húðin bregðist við og þú finnir til óþæginda. Af þessum sökum er best að þvo fötin í heitu vatni til að drepa bakteríurnar. En það er allt annað en skemmtilegt að standa í eilífum þvottum og því er spurningin hversu oft á að þvo íþróttafötin?

Ef þau eru ekki gegnblaut af svita er nóg að hengja þau til þerris þegar heim er komið og þá um leið og þú kemur heim. Ef þú getur hengt þau út í sólskin þá drepa útfjólubláir geislar sólarinnar flestar bakteríurnar og þar með lyktina.

Það er líka hægt að sleppa því að þvo fötin og úða vodka á þau. Þegar vodkinn er gufaður upp er hin hræðilega svitalykt einnig horfin. Þetta er auðvitað gott og einfalt ráð en svo er spurningin hvort fólk tími að nota rándýran vodka í þetta?

Konur eiga alltaf að þvo brjóstahaldara sína eftir æfingar því annars eiga þær á hættu að fá svepp undir brjóstin.

Ef þú notar föt úr bómul og ull er hægt að láta langan tíma líða á milli þvotta því bakteríur þrífast ekki svo vel í þessum efnum.

En kannski er bara best að þreifa sig áfram og sjá hversu lengi þú getur beðið með að þvo íþróttafötin. Ef þau byrja skyndilega að lykta undarlega er líklega kominn tími til að setja í eins og eina vél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Apple tekur fram úr Samsung

Apple tekur fram úr Samsung
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leikarinn ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni – Handtökuskipun gefin út

Leikarinn ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni – Handtökuskipun gefin út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann