fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Norðmaður skotinn til bana þegar hann reyndi að koma tengdaföður sínum á óvart

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 4. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Bergan, 37 ára Norðmaður, ætlaði að koma tengdaföður sínum, Richard Dennis, á óvart á dögunum með því að birtast fyrirvaralaust fyrir utan heimili hans í Pensacola á Flórída.

Bergan er búsettur í Noregi og hugðist hann koma tengdaföður sínum á óvart í tilefni af 61 árs afmæli hans. Það var svo á þriðjudag að Bergan bankaði upp á heima hjá tengdaföður sínum áður en hann kom sér fyrir í runna skammt frá útidyrahurðinni. Þegar Dennis kom til dyra stökk Bergan fram og var hann þá skotinn í brjóstið.

Ástæða þess að Dennis mætti vopnaður til dyra var sú að hann hafði skömmu áður rifist við ættingja sinn sem hafði komið að heimili hans. Að sögn lögreglu sagði Dennis að honum hafi brugðið mjög þegar hann sá tengdason sinn stökkva út úr runnanum og talið að einhver hafi ætlað að ráðast á sig. Hann skaut því einu skoti en svo óheppilega vildi til að kúlan fór í hjartað á Bergan sem lést samstundis.

Lögregla telur að um sorglegt slys hafi verið að ræða og verður Dennis ekki ákærður vegna málsins.

Frétt Pensacola News Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“