fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Ný sönnunargögn í máli alræmdasta morðinga Bretlands – Gæti losnað úr fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 18:00

Jeremy Bamber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn Jeremy Bamber, sem afplánar lífstíðarfangelsisdóm, segjast vera með ný sönnunargögn undir höndum um mál Bamber. Þessi gögn ætla þeir að senda endurupptökunefnd á næstunni í þeirri von að Bamber verði látinn laus úr fangelsi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir 33 árum fyrir að hafa skotið foreldra sína, systur og tvíburasyni hennar til bana í ágúst 1985.

Samkvæmt frétt Daily Mirror segjast lögmennirnir hafa grafið upp símagögn sem sýni að Bamber var ekki heima þegar fjölskyldan var skotin til bana. Þeir segjast hafa fundið lögregluskýrslu þar sem vísað er í símtal, sem Bamber hringdi, þegar fjölskyldan var myrt. Þetta sanni að hann hafi ekki verið á morðvettvangi. Lögmennirnir telja að þetta nægi til að fara fram á að mál Bamber verði tekið fyrir á nýjan leik hjá dómstólum.

Nýju gögnin eru sögð styðja framburð Bamber um að lögreglunni hafi borist tvö símtöl þessa örlagaríku nótt. Annað frá föður hans og hitt frá Bamber sem hringdi eftir að faðir hans hafði hringt í hann og sagt honum að systir hans, Sheila Caffel, væri „orðin brjáluð“.

Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, sérstaklega þar sem systirin sem lést var þekkt fyrirsæta.

Sky segir að fyrir dómi hafi komið fram að eina símtalið sem lögreglunni barst hafi verið klukkan 03.26 og það hafi verið frá vettvangi voðaverksins. Skýrslan, sem lögmennirnir hafa grafið upp, segir að annað símtal hafi borist frá Bamber sjálfum klukkan 03.27. Lögmennirnir segja þetta styðja þá kenningu að einhver annar en Bamber hafi myrt fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa