fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Stór jarðskjálfti setti keðjuverkun af stað – Nýtt misgengi lætur á sér kræla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí reið stór jarðskjálfti yfir Kaliforníu, sá stærsti í marga áratugi. Þetta hefur haft óvæntar afleiðingar í för með sér. Jarðskjálftinn, sem var einn af mörgum, sem reið yfir nærri bænum Ridgecrest setti ákveðna keðjuverkun af stað sem vísindamenn virðast ekki hafa séð fyrir og klóra þeir sér nú í höfðinu yfir þessu.

Í nýrri rannsókn, sem var birt í vísindaritinu Science í síðustu viku er fjallað um málið. Það voru vísindamenn við Caltech og hjá geimferðastofnuninni NASA sem gerðu rannsóknina. Þeir rannsökuðu afleiðingar skjálftanna í júlí. Í ljós kom að misgengi, sem er nefnt Garlock, „vaknaði“ við skjálftana í júlí og er nú á hreyfingu en það er í fyrsta sinn síðan  mælingar hófust sem það hefur gerst.

Los Angeles Times hefur eftir Zachary Ross, aðalhöfundi rannsóknarinnar, að það hafi komið á óvart að sjá hreyfingu á Garlock, það hafi aldrei áður gerst. Ekki sé vitað hvað þetta þýði.

Jarðskjálftarnir við Ridgecrest voru þeir öflugustu í Kaliforníu áratugum saman, sá stærsti mældist 7,1. Skjálftarnir urðu til þess að hlutar Garlock hafa hreyfst til. Í niðurstöðum sínum segja vísindamennirnir að þetta þýði að endurmeta verði áhrif jarðskjálfta því fram að þessu hafi yfirleitt ekki verið horft á áhrifin á önnur misgengi.

The Guardian hefur eftir Ross að ómögulegt sé að leggja mat á hvað þessar nýju hreyfingar á Garlock muni hafa í för með sér. Þetta valdi ákveðinni óvissu og erfitt sé að draga allar stöðumyndir upp, endalausir möguleikar séu fyrir hendi varðandi atburðarrásina. Líkur séu á stórum og öflugum skjálftum ef misgengið verður óstöðugt og hreyfist meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki