fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Fyrrum starfsmaður NASA er sannfærður um að sannanir fyrir lífi á Mars hafi nú þegar fundist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 22:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur milljörðum dollara verið eytt í að reyna að finna svarið við einni spurningu: Er líf á Mars? Þessari spurningu er enn ósvarað, eða hvað? Ef marka má skrif Gilbert Levin, sem starfaði áður sem vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, liggur svarið nú þegar ljóst fyrir. Hann segir vitað að við séum ekki ein í alheiminum.

Þetta kemur fram í grein eftir hann sem var birt í Scientific American. Levin stýrði Viking verkefni NASA 1976 en þá voru tvö Viking geimför send til Rauðu plánetunnar til að gera ýmsar tilraunir og taka myndir. Þetta var í fyrsta sinn sem NASA lenti geimförum á Mars og fékk myndir frá þeim.

Levin stýrði tilraun sem gerð var með öðru lendingarfaranna. Það tók jarðvegssýni og blandaði köfnunarefnisblöndu, sem innihélt einstaka geislavirka kolefnisblöndu. Kenningin sem unnið var út frá var að ef örverur væru í jarðveginum myndu þær melta blönduna og losa geislavirka kolefnið. Levin segir að niðurstöðurnar hafi verið jákvæðar og sýnt að örverur væru til staðar og að sama niðurstaða hafi fengist úr rannsókn hins könnunarfarsins sem var í um 6.000 kílómetra fjarlægð. Hann segir að mörg þúsund aðrar rannsóknir, framkvæmdar hér á jörðinni, styðji þessar niðurstöður.

En þrátt fyrir þetta hefur NASA haldið því fram að engin ummerki um örverur hafi fundist í jarðvegi nærri lendingarstöðum Viking geimfaranna. Levin segir að það styðji orð hans að eftir ferðir Viking geimfaranna hafi NASA staðfest að vatn, metan og fleira sé að finna á Mars. Hann segir einnig að á myndum teknum af Curiostiy Marsbíl NASA megi sjá „eitthvað sem líkist ormum“.

Levin telur að NASA dragi lappirnar í þessum málum og segir að stofnuninni hafi mistekist allt frá 1976 að gera markvissa leit að lífi á Mars þrátt fyrir að slík leit sé sögð vera meðal helstu markmiða stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat