fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Netflix varar notendur sína við hættulegri hegðun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 06:32

Úr Bird Box

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir jól var kvikmyndin Bird Box með Söndru Bullock í aðalhlutverki tekin til sýninga á efnisveitunni Netflix. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur áhorfenda og hefur fengið rúmlega 50 milljónir áhorfa á Netflix. Myndin fjallar um konu sem verður að komast í gegnum skóg, ásamt tveimur börnum sínum, með bundið fyrir augun til að sjá ekki verur sem fá fólk til að taka eigið líf.

Þessi hugmynd að vera með bundið fyrir augun hefur greinilega vakið athygli áhorfenda en margir hafa birt myndir og myndbandsupptökur á samfélagsmiðlum þar sem þeir sjást fara um með bundið fyrir augun. Myllumerkið #BirdBoxChallenge er notað við þessar myndir og fer eins og eldur í sinu um netið.

Þetta hefur ekki farið framhjá Netflix sem hefur sent frá sér aðvörun til notenda sinna og annarra og hvetur fólk til að fara sér að voða við Bird Box áskorunina.

Aðvörun Netflix.

„Ég trúi ekki að ég neyðist til að segja þetta en FORÐIST AÐ SLASA YKKUR MEÐ BIRD BOX ÁSKORUNINNI. Við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hófst en þökkum fyrir hlýjan hug en Strákur og Stelpa (nöfn barnanna í myndinni) eiga sér aðeins eina ósk fyrir árið 2019 og hún er að þið endið ekki á sjúkrahúsi vegna þessa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst