fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Þess vegna myrti hann 58 manns í Las Vegas – Óhugnanlegar upplýsingar í skýrslu lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 17:00

Stephen Paddock.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. október 2017 skaut Stephen Paddock 58 manns til bana og særði um 900 á kántríhátíð í Las Vegas í Bandaríkjunum. Lögreglan náði ekki að handsama hann því hann framdi sjálfsvíg áður en lögreglumenn ruddust inn á hótelherbergið þar sem hann hafði komið sér fyrir og skaut á hátíðargesti. Lítið hefur verið vitað um ástæður ódæðisverksins en nú segist lögreglan hafa komist að hvað lá að baki hjá Paddock.

Hann skildi ekki eftir neina yfirlýsingu eða álíka eins og fjöldamorðingjar og hryðjuverkamenn gera stundum. Af þeim sökum var rannsókn lögreglunnar erfið og óljós hvað rak Paddock til þessa níðingsverks.

„Hann gerði þetta til að drepa eins marga og hann gat til að fá athygli og skilja einhverskonar eftirmæli eftir sig.“

Segir Aaron Rouse sem hefur stýrt rannsókn alríkislögreglunnar FBI á málinu þegar FBI kynnti umfangsmikla skýrslu sína um málið. Í skýrslunni kemur fram að MGM Mandalay Bay hótelið, þaðan sem Paddock skaut á fólkið, lét hann fá lúxussvítuna án endurgjalds en hann var vinsæll í spilavítum borgarinnar enda hafði hann spilað fyrir eina og hálfa milljón dollara í borginni frá 2015. Starfsfólk hótelsins aðstoðaði hann svo óafvitandi við að bera skotvopnin upp í svítuna sem var á þrítugustu og annarri hæð.

Í 11 mínútur lét Paddock skotin dynja á mannfjöldanum en um 22.000 manns voru samankomnir á hátíðinni.

Sérfræðingar FBI í fjöldamorðum hafa kafað ofan í málið til að greina það og reyna að átta sig á hugsunargangi Paddock. En FBI segist ekki hafa fundið neina eiginlega ástæðu fyrir voðaverkinu aðra en að Paddock hafi viljað skapa sér eftirmæli eins og fyrr greinir.

„Morðin voru ekki af trúarlegum eða pólitískum toga. En það er greinilegt að Paddock undirbjó sig vel.“

Sagði talsmaður FBI.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“