fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Slitin sæstrengur lamar heila þjóð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 14:30

Frá Tonga sem er í Kyrrahafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er eins og að fara aftur til árdaga internetsins.“ Þannig lýsir talsmaður stjórnvalda í Kyrrahafsríkinu Tonga stöðunni í dag en nú er um vika síðan eini sæstrengurinn til eyjunnar slitnaði. Þessu mega eyjaskeggjar illa við því eyjarnar eru einar þær afskekktustu í heiminum en þær eru í sunnanverðu Kyrrahafi.

Um 100.000 manns búa í þessu litla konungsríki sem nær yfir 177 eyjar en 36 þeirra eru byggðar. Eyjarnar heyrðu áður undir bresku krúnuna en fengu sjálfstæði 1970 og eru eina konungsríkið í Kyrrahafi.

Talið er að skipsankeri hafi slitið sæstrenginn og í kjölfarið hafa eyjaskeggjar þurft að lifa án internetsins að mestu. Auk þess er erfitt að hringja til útlanda, millifæra peninga á milli landa, kaupa flugmiða og auðvitað að nota Facebook.

Á mánudaginn var gervihnattaloftnet sett upp í höfuðborginni Nuku‘alofa. Með því er hægt að ná takmörkuð og hægu sambandi við internetið. Mörg hundruð manns söfnuðust saman nærri loftnetinu til að komast á netið.

Viðgerðarskip er nú að tygja sig til brottfarar frá Samóa en það geta liðið allt að tvær vikur þar til búið verður að gera við sæstrenginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns