fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Eldgömul fótspor veita sjaldgæfa innsýn í líf neanderdalsmanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 06:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 80.000 árum gekk lítill hópur neanderdalsmanna um þar sem nú er Le Rozel í Frakklandi. Þetta vitum við því vísindamenn hafa fundið 257 vel varðveitt fótspor eftir þá. Þessi fótspor veita sjaldgæfa innsýn í líf þessarar manntegundar sem er nánasti ættingi okkar eða var því hún er útdauð.

The Guardian hefur eftir Jérémy Deveau, sem vann að rannsókninni, að sporin veiti nákvæma mynd af lífi einstaklinga í örskotsstund.

Það sem kom vísindamönnunum mest á óvart var að hópurinn samanstóð af allt að 14 einstaklingum en þar af voru bara einn eða tveir fullorðnir. Flestir voru á unglingsaldri og börnin voru niður í tveggja ára gömul. Ekki hafa áður fundist sannanir fyrir að svo mörg börn væru í hópum neanderdalsmanna. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að þeir lifðu yfirleitt í 10 til 30 manna hópum þar sem flestir voru fullorðnir.

Ekki er talið útilokað að hópar neanderdalsmanna hafi verið mjög ólíkir enda náði búsetusvæði þeirra allt frá Síberíu í austri til Vestur-Evrópu. Tegundin var einnig uppi í minnst 200.000 ár og margt gæti hafa breyst á þeim tíma.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu PNAS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi