fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Áhugaverð tilraun: Starfsmenn fá frí alla föstudaga

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Odsherred, sveitarfélagi í Sjálandshéraði í Danmörku, hafa ákveðið að gefa starfsmönnum sínum, alls 300 manns, frí alla föstudaga. Þetta er liður í áhugaverðri tilraun um styttingu vinnuvikunnar og mun tilraunin standa yfir næstu þrjú ár.

Þetta kemur fram í frétt BT í Danmörku.

Í stað 40 stunda hefðbundinnar vinnuviku verður vinnuvikan 35 stundir – einstaka dagar verða því örlítið lengri en áður. Þeir sem taka þátt í tilrauninni halda eftir sem áður fullum launum. Þá munu starfsmenn fá tvær klukkustundir í viku sem þeir geta nýtt að vild. Einu skilyrðin eru að tímanum verði varið í eitthvað sem tengist starfinu, til dæmis með endurmenntun eða námskeiðum.

Yfirvöld í Odsherred segja að með breytingunni muni þjónusta sveitarfélagsins ekki skerðast að neinu leyti. Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar og hafa tilraunir verið gerðar víða með góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið