fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Pizzakeðja skipti kjöti út með grænmeti án þess að láta vita af því

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 06:00

Pizza frá Hell Pizza. Mynd: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 21. júní kynnti nýsjálenska pizzukeðjan Hell Pizza nýja „borgara-pizzu“ til sögunnar á matseðli sínum. Hún var kynnt sem pizza með „miðlungssteiktum“ hamborgara sem áleggi. Þessi pizza átti aðeins að vera til sölu í takmarkaðan tíma og pöntuðu rúmlega 3.000 manns hana á þeim tíma að sögn pizzakeðjunnar.

Í síðustu viku tilkynnti Hell Pizza að umrædd pizza væri í raun algjörlega kjötlaus. „Nautakjötið“ var búið til úr grænmeti eins og oft er notað í staðinn fyrir kjöt. BBC skýrir frá þessu.

Í tengslum við söluna á pizzunni gerði Hell Pizza könnun meðal viðskiptavina sinna og sögðu 70 prósent þeirra að „grænmetiskjötið“ bragðaðist nákvæmlega eins og kjöt. 80 prósent sögðu það hafa komið sér þægilega á óvart þegar þeim var sagt að „kjötið“ væri í raun grænmeti. 70 prósent aðspurðra sögðust vel geta hugsað sér að panta svona pizzu aftur.

Ben Cumming, forstjóri Hell Pizza, sagði í fréttatilkynningu að margir geti ekki hugsað sér að borða kjöt sem ekki er kjöt. Af þeim sökum hafi verið ákveðið að upplýsa ekki að pizzan var algjörlega kjötlaus, svo viss hafi keðjan verið um að fólki myndi líka við pizzuna.

En það eru ekki allir sáttir við þetta uppátæki Hell Pizza og hafa margir viðskiptavinir keðjunnar lýst yfir megnri óánægju með þetta. Sumir hafa bent á að fólk eigi að geta valið hvort það vilji borða kjöt eða ekki og aðrir hafa bent á að til sé fólk sem sé með ofnæmi fyrir ýmsum vörum úr grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað