fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir máli að vera vel á verði þegar ung börn eru annars vegar enda slysin fljót að gerast. Móðir ein í Medellín í Kólumbíu sýndi ótrúleg viðbrögð þegar ungur sonur hennar var næstum búinn að fara sér að voða.

Eins og meðfylgjandi myndband sýnir voru móðirin og sonurinn að stíga út úr lyftu í Laureles Colonial-byggingunni í miðborg Medellín. Pilturinn hætti sér of nálægt handriði við hlið lyftunnar, missti jafnvægið þegar hann ætlaði að grípa í það og datt á milli. Þegar allt benti til þess að drengurinn myndi steypast niður af fjórðu hæðinni niður á þá þriðju stökk móðirin til og greip í fætur hans.

Ekki fylgir frétt El Espactador, sem evrópskir fjölmiðlar vitna til, hvort drengurinn hafi slasast. Þar sem móðurinn tókst að grípa hann verður að teljast líklegt að hann hafi sloppið heill að mestu.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað