fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Smekklaus hrekkur í New York: Vegfarendur grétu og um 100 lögreglumenn mættu á svæðið

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 20:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að lögreglan í New York hafi verið með mikinn viðbúnað á þriðjudag eftir að neyðarlínunni barst afar óhugnanlegt símtal. Símtalið var á þá leið að andvana kornabarn hefði fundist úti á götu í Queens-hverfi í New York.

Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar að lögregla staðfesti að um dúkku hefði verið að ræða.

Það sem ef til vill gerði það að verkum að lögregla var með jafn mikinn viðbúnað og raun bar vitni var að dúkkan var býsna lík manneskju; í frétt CBS í New York kemur fram að hún hafi verið bleik- og bláleit og legið á grúfu þannig að ekki sást í andlit hennar. Þá var engu líkara en að „líkið“ væri farið að rotna.

Lögreglumönnum er mikið í mun að hrófla ekki við neinu á vettvangi glæpa til að spilla ekki mögulegum sönnunargögnum og því hafði enginn snúið henni við. Talið er að um hundrað lögreglumenn hafi komið að málinu þegar mest var; sumir til að girða af svæði og aðrir til að taka þátt í rannsókn málsins.

Eftir að lögregla mætti á svæðið ræddu fjölmiðlar við íbúa í nágrenninu. Mörgum þeirra var augljóslega mikið niðri fyrir, til dæmis konu sem grét en hún á sjálf börn sem ganga í skóla í nágrenninu.

Það var ekki fyrr en um þremur klukkustundum eftir að tilkynnt var um barnið að lögregla staðfesti loks að um dúkku hefði verið að ræða. Í frétt CBS kemur fram að lögreglu hafi grunað að ekki væri um alvöru barn að ræða þegar þeir sáu hvað stóð á samfellu sem dúkkan var í: The Crawling Dead.

Má segja að mörgum hafi verið létt en málið vekur þó ýmsar spurningar. Í frétt CBS kemur fram að margir velti nú fyrir sér hvers vegna lögregla var svo lengi að staðfesta að um dúkku var að ræða og hver það var sem skyldi hana eftir þarna. Tilgangurinn hafi augljóslega verið að vekja upp neikvæð viðbrögð hjá fólki og hugsanlega að hrekkja lögregluna. Lögregla skoðar nú málið og vill endilega hafa upp á eiganda dúkkunnar eða þeim sem skyldi hana eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað