fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fann kannabis að andvirði rúmlega 460 milljóna í bingósal

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 18:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið magn fíkniefna fannst í gömlum bingósal. Kannabis að andvirði 460 milljóna var falið í gamalli byggingu þar sem áður voru haldin bingó og tombólur. Þessi óvenjulegi fundur var gerður í bænum Kettering, sem er á Englandi.

Grunsemdir lögreglunnar vöknuðu eftir að sterk kannabislykt hafði legið yfir svæðinu í langan tíma. Bingósalurinn átti að hafa staðið auður síðan í janúar þegar fyrirtækið sem rak salinn lagði upp laupana, en svo var ekki.

The Sun var fyrst til að skýra frá þessu. Þann 16. júní réðist lögreglan í Northampton inn í bingósalinn, í ljós komu yfir 2.000 kannabisplöntur ásamt loftræstibúnaði og lömpum. „Þú getur reynt að fara af stað með svona risastóra ræktun, en þú munt ekki komast upp með það,“ segir Sean Marshall, hjá lögreglunni í Northamptonshire.

Risastórt

Um 25 lögregluþjónar réðust inn í bygginguna, þeir höfðu lögregluhunda með í för. Þeim brá við þá sýn sem mætti þeim.

„Þetta er einn stærsti fíkniefnafundur sem ég hef nokkurn tíma séð, fyrr á þessu ári var ég með í að finna 150 kannabisplöntur,“ segir Colin Gray, lögreglumaður á svæðinu í viðtali við The Sun.

Mikilvægur fundur

Lögreglan segir að með þessum fundi hafi flæði fíkniefna á svæðinu minnkað.

„Þetta er mikilvægur fundur sem mun hindra framgang skipulagðrar glæpastarfsemi á svæðinu,“ segir Colin Grey við The Sun. Enginn hefur enn verið handtekinn í tenglsum við fundinn.

Upp í reyk

Lögreglan segir að nauðsynlegar rannsóknir muni fara fram á svæðinu áður en hægt verði að fjarlæga plönturnar. „Við munum eyða plöntunum og búnaðurinn verður eyðilagður svo að ekki verði hægt að nota hann aftur“ segir Sean Marshall hjá lögreglunni í Northamptonshire.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað