fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Grjótharðir Svíar – Bannað að selja bjór með þessum „hræðilega“ merkimiða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 17:30

Þetta er merkimiðinn sem veldur því að ekki má selja bjórinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var sænsku bruggverksmiðjunni Ängöl, sem er staðsett í Kalmar, bannað að selja miðsumarbjór sinn í Systembolaget, sem er einokunaráfengisverslun Svía (ekki ólíkt Vínbúðunum hér á landi). Bannið er tilkomið vegna miðans á bjórumbúðunum en hann má sjá hér fyrir ofan og einnig neðar í fréttinni.

Að mati Systembolaget er miðinn ekki nægilega hóflegur þrátt fyrir að myndin sýni ánægt fólk sem gengur meðfram vatni og í bagrunninum sé fólk á árabáti. Að mati Systembolaget er miðinn alltof „áhættusækinn“ vegna fólksins á árabátunum því ekki mega tengja bátsferðir við áfengisneyslu.

Þá telur Systembolaget einnig að nafn bjórsins, Midsommaröl, veki jákvæða tengingu við þá miklu hátið sem miðsumar (Jónsmessa) er í Svíþjóð. Þetta geti skapað draumkennda sumartilfinningu sem uppfylli ekki kröfuna um hófsemi. Það má nefnilega ekki tengja áfengi sérstaklega við hátíðir.

Þetta er merkimiðinn sem veldur því að ekki má selja bjórinn.

Sænskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Þar á meðal ríkissjónvarpið og Aftonbladet.

Myndin á merkimiða bjórsins var máluð af Jenny Nyström sem lést 1946.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað