fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Sagði kærustuna hafa kafnað í kynlífsleik: „Þeir reyndu endurlífgun en það var þýðingarlaust. Hún var dáin“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona fannst látin á hótelherbergi í Sviss eftir að kynlífsleikur fór úrskeiðis, eða svo segir að minnsta kosti unnusti hennar sem hefur verið  handtekinn vegna málsins.

Anna Florence Reed fannst snemma morguns þriðjudag á baðherbergisgólfi hótels þar sem hún dvaldist í fríi með unnusta sínum. Aðrir gestir hótelsins greindu frá því að skömmu fyrr hafi öskur heyrst úr herbergi Reed.

Unnusti Reed kom í miklu uppnámi í móttöku hótelsins og sagði að kærastan hans væri veik og þyrfti aðstoð. Móttökuritarinn las það úr fasi hans að eitthvað alvarlegt væri á seiði svo hún hringdi umsvifalaust á neyðarteymi.

Heimildarmaður sagði: „Þau höfðu innritað sig yfir helgina. Þeim var úthlutað herbergi númer 501 og allt virtist með felldu.“

„Þeir reyndu endurlífgun en það var þýðingarlaust. Hún var dáin. Sjúkraliðarnir hringdu þá á lögregluna. Dánarorsökin var ekki augljós.“

Þegar neyðarteymi ruddist inn í herbergi Reed var hún án lífsmarks í kjölfarið var hún úrskurðuð látin. Kærastinn var í kjölfarið yfirheyrður af lögreglu. Við yfirheyrslu hélt hann því fram að hún hefði dáið vegna kynlífsleiks og eftirað krufning leiddi i ljós að banamein Reed var köfnun var kærastinn handtekinn. Búist er við því að hann verði ákærður fyrir manndráp.

Frétt The DailyMail

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað