fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ætlaði að fremja hryðjuverk í Kaupmannahöfn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 14:00

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrlenskur karlmaður var í morgun fundinn sekur um að hafa ætlað að drepa og limlesta fólk í Kaupmannahöfn. Um tilraun til hryðjuverks var að ræða segir í niðurstöðu undirréttar.

Við ódæðisverkið ætlaði maðurinn að nota langa eldhúshnífa og að minnsta kosti eina heimatilbúna sprengju. Hana ætlaði hann meðal annars að búa til úr rúmlega 17.000 eldspýtum sem annar Sýrlendingur ætlaði að koma með frá Þýskalandi.

Í dómsorði segir að maðurinn, sem er 32 ára, hafi stutt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið í nóvember 2016 þegar hann hugðist láta til skara skríða í Kaupmannahöfn. Fjölskipaður dómur þriggja dómara og níu kviðdómenda var sammála um niðurstöðuna.

Maðurinn hefur alla tíð neitað sök og segist ekki þekkja hinn manninn en þýska lögreglan handtók hann þegar honum hafði verið snúið frá Danmörku þegar hann var á leið þangað með allar eldspýturnar.

Sá dæmdi hafði sama dag farið með lest frá flóttamannamiðstöð í Svíþjóð, þar sem hann bjó, til Kaupmannahafnar og ætlaði að hitta hinn manninn. Saksóknara tókst að sýna fram á tengsl mannanna og að þeir hefðu verið í reglulegu sambandi.

Refsing mannsins verður ákveðinn þann 20. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað