fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fjölskyldan leigði sér hús í gegnum Airbnb – Gerðu óhugnanlega uppgötvun í því

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjórtán mánuði hafa Nealie og Andrew Baker, frá Auckland á Nýja-Sjálandi, verið á ferðalagi í Evrópu ásamt fjórum börnum sínum og systurdóttur. Ferðin gekk vel en þegar komið var að því að heimsækja Cork á Írlandi breyttist upplifun fjölskyldunnar af Evrópubúum til hins verra.

Þau höfðu leigt hús í gegnum Airbnb. Þegar þangað var komið var tekið upp úr töskum og Andrew, sem starfar við tölvuöryggismál, fór að skanna og leita að þráðlausu netsambandi í húsinu. Til þess notaði hann sérstakan skanna. En skanninn fann ekki bara þráðlaust internet heldur einnig falda myndavél sem sendi beint út frá húsinu.

„Okkur brá mikið. Þetta var hræðileg tilfinning.“

Sagði Nealie í samtali við CNN.

Fjölskyldan í beinni útsendingu í húsinu.

Fjölskyldan setti sig í samband við Airbnb og tilkynnti um málið. Þar á bæ fengust hins vegar engin svör. Andrew hringdi þá í eiganda hússins sem skellti á þegar Andrew spurði hann út í myndavélina. Hann hringdi síðar í Andrew og sagði að myndavélin, sem var í stofunni, væri eina myndavélin í íbúðinni. Hann vildi þó ekki staðfesta að sent væri út í beinni útsendingu. Nealie sagði að fjölskyldunni hafi nú ekki létt neitt sérstaklega við þetta.

CNN hefur eftir henni að þau hafi ekki heyrt neitt frá Airbnb í langan tíma en skyndilega heyrðist frá fyrirtækinu eftir tvær vikur og fengust þá þær upplýsingar að íbúðin væri enn í útleigu í gegnum Airbnb.

Málið tók síðan nýja stefnu þegar fjölskyldan skrifaði um það á Facebook og það fór að vekja athygli. Þá fjarlægði Airbnb leigusalann af síðu sinni. Í svari til CNN sagði Airbnb að fyrirtækið setji „öryggi og friðhelgi“ viðskiptavina sinna ofar öllu, bæði á netinu og utan þess.

Baker-fjölskyldan er enn á ferðalagi og notar enn Airbnb en segist nú vera varkárari en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað