fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Sprengjutilræði í íbúðahverfi í Motala í Svíþjóð – Tvennt á sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi varð öflug sprenging við íbúðarhús í Motala í Svíþjóð. Tvennt, íbúar í húsinu, voru flutt á sjúkrahús. Þrýstibylgjan frá sprengingunni var svo öflug að hún henti konu um koll sem var í 100 metra fjarlægð frá húsinu.

Sprengingin varð á sólpalli við húsið en hann er gjörónýtur. Einnig urðu skemmdir á húsinu og nærliggjandi húsum. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Aftonbladet að karl og kona, íbúar í húsinu, hafi verið flutt á sjúkrahús en þau hafi sloppið ótrúlega vel, aðeins skorist lítillega. Mun verr hefði getað farið því þau sváfu á neðri hæðinni.

Nágrannar segja að púðurlykt hafi verið á vettvangi eftir sprenginguna.

Sprengjusérfræðingar voru sendir til Motala í gærkvöldi frá Stokkhólmi en ekki er talið útilokað að ósprungin sprengja sé við húsið.

Talsmaður lögreglunnar vildi ekki segja hvort íbúum hússins hafi verið hótað eða eigi í útistöðum við einhvern. Hann sagði að vitni hafi gefið ákveðnar upplýsingar en ekki verði skýrt frá þeim að svo komnu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann