fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Staðgöngumóðirin sveik allt og hélt börnunum sjálf – Nú þarf faðirinn að greiða henni meðlag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um þremur árum komst par frá Sjálandi í Danmörku í samband við konu sem sagðist reiðubúin til að vera staðgöngumóðir fyrir þau. Þau greiddu henni sem nemur um tveimur milljónum íslenskra króna fyrir að ganga með barn þeirra. En óhætt er að segja að málið hafi tekið mjög svo óvænta stefnu. Staðgöngumóðirin var ekki öll þar sem hún var séð. Hún leyndi því fyrir parinu að hún hefði orðið barnshafandi. Hún eignaðist síðan tvíbura og hélt þeim sjálf. Til að gera málið enn flóknara og erfiðara fyrir parið þá hefur áfrýjunarnefnd komist að þeirri niðurstöðu að manninum beri að greiða staðgöngumóðurinni meðlag með tvíburunum.

Parið telur sig ekki eiga að greiða meðlag til konu sem sveik það og stal börnum þess, að þeirra mati. Áfrýjunarnefndin segir í úrskurði sínum að kringumstæður málsins hafi verið teknar með þegar úrskurðað var en það breyti ekki niðurstöðunni, faðirinn á að greiða meðlag.

„Mér finnst þetta einfaldlega fáránlegt. Hún hafði lofað okkur að við fengjum börnin. Hún hélt þeim síðan sjálf og það hefur afleiðingar. Það er því ekki sanngjarnt að hún geti krafist meðlags.“

Sagði faðirinn í samtali við TV2. Fólkið vill ekki koma fram undir nafni þar sem málið hefur reynst þeim mjög erfitt.

Í heimildamynd TV2, Den falske rugemor, var fjallað um staðgöngumóðurina en hún hefur svikið þrjú barnlaus pör. Í upphafi var ekki öruggt hver væri faðir tvíburana en DNA-rannsókn leiddi í ljós hver faðirinn var og í framhaldinu var hann krafinn um meðlag sem nemur tæplega 50.000 íslenskum krónum á mánuði. Honum hefur verið úrskurðuð hálfrar klukkustundar umgengni við tvíburana aðra hvora viku heima hjá staðgöngumóðurinni. Hann er ósáttur við þetta og hefur krafist meiri samveru. Hann hefur ekki nýtt sér umgengnisréttinn til þessa þar sem hann segir tímann svo stuttan hverju sinni að hann nái ekki að mynda nein tengsl við börnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma