fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hótelklúður og vodkasmygl Norður-Kóreu í upphafi leiðtogafundarins með Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 08:00

Kim Jong-un og Donald Trump þegar þeir hittust fyrir nokkurm árum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefst tveggja daga leiðtogafundur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, um kjarnorkumál einræðisríkisins. Fundurinn fer fram í Víetnam. Leiðtogarnir eru báðir komnir þangað sem og mörg þúsund fréttamenn og ljósmyndarar. Það hefur sett svip sinn á fréttir af fundinum nú í morgun að hótelklúður kom upp hjá Norður-Kóreumönnum og að upp komst um smygl á 90.000 vodkaflöskum til hins harðlokaða einræðisríkis.

Vonir standa til að leiðtogarnir nái góðum árangri á fundi sínum og geri jafnvel samning um kjarnorkumál Norður-Kóreu en á síðasta fundi gerðu þeir engan formlegan samning. En hótel mál einræðisherrans hafa heldur betur komist í kastljós fjölmiðla í nótt og er óvíst hvort hann sé ánægður með það.

Í gær kom í ljós að á Melia hótelinu, sem einræðisherrann gistir á í Hanoi, eru fleiri en Norður-Kóreumenn því hótelið gegnir einnig hlutverki höfuðstöðva bandarískra fjölmiðlamanna. The Guardian gengur svo langt að segja þetta vera „neyðarlegustu tvíbókunina í sögu diplómatískra samskipta“.

Öryggisverðir einræðisherrans voru ekki sáttir við þetta. Eftir samræður við víetnömsk yfirvöld var síðan ákveðið að kasta fréttamönnunum út af hótelinu. Þar sem þetta uppgötvaðist svona seint var samskiptadeild Hvíta hússins búin að koma upp fréttamannamiðstöð á hótelinu en hún verður ónotuð á meðan á leiðtogafundinum stendur.

Þá víkur sögunni að 90.000 vodkaflöskum. Í gær var skýrt frá því að hollenskir tollverðir hefðu lagt hald á 90.000 flöskur af rússnesku vodka sem talið er að hafi verið á leið til Norður-Kóreu og hafi verið ætlað Kim Jong-un og foringjum í her landsins. Vodkinn fannst í kínverska skipinu Nebula að sögn The Guardian. Sigla átti með vodkann til Kína með viðkomu í Hamborg og Rotterdam. Frá Kína átti síðan að smygla honum til Norður-Kóreu að því að talið er. Harðar viðskiptaþvinganir eru við lýði gagnvart Norður-Kóreu og innflutningur sem þessi óheimill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“