fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Hljóp hálfmaraþon eftir að dóttir hans tók eigið líf – „Vildi láta eitthvað jákvætt koma út úr hörmulegum missi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 19:00

Andy á hlaupum. Sophie á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Airey hljóp hálfmaraþon á laugardaginn í góðgerðarskyni. Hann ákvað að hlaupa hálfmaraþon eftir að dóttir hans, Sophie Airey, tók eigið líf í desember. Hún var 29 ára að aldri þegar hún lést.

Sky hefur eftir Airey að hann hafi verið „staðráðinn í að láta eitthvað jákvætt koma út úr hörmulegum missi“ og hafi því safnað peningum til góðgerðarmála.

Sophie hvarf að heiman í desember. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar. Hún hafði tekið eigið líf.

Fyrir maraþonið skrifaði Airey á fjáröflunarsíðuna að Sophie hafi verið skráð í Northumberland hálfmaraþonið þann 23. febrúar 2019.

„Það þarf auðvitað ekki að taka fram að hún mun ekki hlaupa það en eftir samtöl við skipuleggjendurna hefur verið ákveðið að ég hlaupi í hennar stað.“

Auk hans hlupu eiginmaður Sophie, bróðir hans og vinkona Sophie. Eiginmaðurinn hljóp heilt maraþon.

Airey fjölskyldan.

Airey náði að safna 20.000 pundum með hlaupinu og enn eru peningar að safnast inn og vonast hann til að komast í 23.000 pund. Peningarnir renna til Papyrus samtakanna sem vinna að forvörnum meðal ungs fólks til að koma í veg fyrir sjálfsvíg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns