fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Handtekinn með fjölda skotvopna – Hugðist feta í fótspor Breivik

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 08:10

Vopnin sem Hasson hafði sankað að sér. Mynd:U.S. ATTORNEY'S OFFICE I MARYLAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var 49 ára starfsmaður bandarísku strandgæslunnar handtekinn með 15 skotvopn og mikið magn skotfæra. Hann hafði í hyggju að myrða fjölda óbreyttra borgara en hann er undir miklum áhrifum frá norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik.

Maðurinn, Christopher Paul Sasson, hefur lýst yfir aðdáun sinni á stefnuyfirlýsingu Breivik og hefur að sögn lesið hana vandlega. Hann er einarður talsmaður þess að hvítt fólk sé öðru fólki æðra.

Hasson er sagður hafa heillast einna mest af þeim hlutum skrifa Breivik þar sem hann veitir leiðbeiningar um hvernig eigi að sanka að sér vopnum, mat, dulargervum og búnaði til að lifa af við erfiðar aðstæður.

Hasson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa verið með skotvopnin, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Saksóknarar segja þó að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum.

Robert Hur, saksóknari, sagði fyrir rétti í gær að Hasson hafi haft í hyggju að drepa óbreytta borgar í stórum stíl, svo marga að álíka tölur hafi varla sést í Bandaríkjunum.

15 skotvopn, rúmlega 1.000 skot og fíkniefni fundust á heimili Hasosn í Silver Spring í Maryland. Í tölvupósti, sem hann sendi, ræddi hann um efnavopnaárásir og nöfn þekktra demókrata auk leiðtoga þeirra í báðum deildum þingins en allt vildi hann þetta fólk feigt. Auk þess nefndi hann þekkt fjölmiðlafólk til sögunnar.

Hur sagði að Hasson væri hryðjuverkamaður sem hafi ætlað að stefna lífi fólks í hættu.

Í dómsskjölum kemur fram að Hasson hafi í tölvupósti frá því í júní 2017 skrifað að hann „dreymi um að finna aðferð sem geti drepið næstum alla jarðarbúa“ og ræðir hvernig hann geti komist yfir eiturefni eða á annan hátt dreift sjúkdómum sem verða fólki að bana. Hann nefnir einnig efnavopnaárásir í blöndu við árásir á matvælaverslanir auk sprengju- og leyniskyttutilræða.

Hasson lýsir sjálfum sér sem hvítum þjóðernissinna og segist hafa verið það í rúmlega 30 ár. Á þeim tíma hafi hann unnið að „markvissu ofbeldi“ til að koma á „hvítu heimalandi“. Hann hefur einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi og fyrirlitningu á vestrænum frjálslyndisstefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri