fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Bresk fyrirtæki flytja fjárfestingar sína til ESB-ríkja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk fyrirtæki velja nú í síauknum mæli að beina fjárfestingum sínum til ESB-ríkja í stað þess að fjárfesta á heimavelli. Það er Brexit sem veldur þessu.

Samkvæmt nýrri rannsókn London School of Economics fjárfestu bresk fyrirtæki fyrir 8,3 milljarða punda í ESB-ríkjum frá því að ákveðið var að Bretland yfirgefi ESB og fram á þriðja ársfjórðung síðasta árs. CNBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta séu peningar sem hefðu að öllu eðlilegu verið notaðir til fjárfestinga á Bretlandseyjum.

Upphæðin svarar til þess að bresk fyrirtæki hafi aukið fjárfestingar sínar um 12 prósent í ESB-ríkjum. CNBC segir að höfundar rannsóknarinnar hafi velt því upp hvort fyrirtækin hafi flutt hluta af framleiðslu sinni til ESB-ríkjanna því þau eigi von á að viðskipti við ESB verði erfið þegar Brexit hefur gengið í gegn og því verði ekki eins eftirsóknarvert og áður að stunda viðskipti við Bretland.

En það eru ekki bara breskar fjárfestingar sem Bretar missa af því rannsóknin leiddi einnig í ljós að fyrirtæki í öðrum ESB-ríkjum eru ekki mjög áköf til að fjárfesta í Bretlandi. Fjárfestingar þeirra hafa dregist saman um 11 prósent eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna.

Brexit verður þann 29. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn