fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Var lengur í Taílandi en vegabréfsáritunin heimilaði – 11 dagar í helvíti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið dýrkeypt að dvelja lengur í sumum löndum en vegabréfsáritunin heimilar. Því fékk 46 ára áströlsk kona, Claire Johnson, að kynnast nýlega þegar hún var 111 dögum of lengi í Taílandi. Viðbrögð yfirvalda voru hörð og hún upplifði hreint helvíti að eigin sögn.

Hún hafði verið lengi á ferðalagi erlendis og ætlaði að enda ferðina í Taílandi. Þegar þangað var komið varð hún fyrir því að tösku hennar og vegabréfi var stolið. Á meðan hún beið eftir nýju vegabréfi fór hún 111 daga framúr vegabréfsárituninni sem hún hafði til dvalar í Taílandi. Ástralskir fjölmiðlar skýra frá þessu.

Þegar hún gat loksins haldið heim á leið skömmu eftir áramót með nýja vegabréfið sitt var hún stoppuð á flugvellinum í Taílandi og færð í fangageymslu. Þar segist hún hafa verið látin dúsa alslaus í klefa með 200 öðrum konum en klefinn hafi aðeins verið ætlaður fyrir 30 manns.

„Þetta voru 11 dagar í hreinu helvíti. Ég var í helvíti og slapp þaðan.“

Sagði hún í samtali við Gold Coast Bulletin.

Hún hafði reiknað með að þurfa að greiða sekt fyrir að hafa dvalið of lengi í landinu og að henni yrði því sleppt fljótlega úr haldi.

„Ég gerði það sem ég var beðin um og ég vissi ekki einu sinni að ég hefði verið handtekin. Mér voru aldrei sýnd nein skjöl. Enginn sagði mér hvað var í gangi og þeir vildu ekki einu sinni leyfa mér að hringja í sendiráðið. Ég gat ekkert gert, þeir héldu mér bara þarna.“

Í fangelsinu varð hún sjálf að borga fyrir mat og vatn og fyrir að fá að sofa á gólfinu.

„Ég hélt að ég myndi ekki lifa einn dag af. Fólk tók eigið líf þarna, það var deyjandi fólk þarna, konur með börn, fullorðnir menn sem grétu. Þetta var hræðilegt.“

Hún segist hafa þurft að baða sig í bala ásamt öðrum föngum og hafi orðið að drekka þvottavatn til að halda lífi.

Eftir tvo daga var hún færð fyrir dómara sem dæmdi hana til að greiða sekt upp á sem nemur um 8.000 íslenskum krónum. Þegar búið var að greiða hana var hún flutt aftur í fangelsið og látin dúsa þar í níu daga til viðbótar áður en hún fékk að halda heim til Ástralíu.

Claire hefur farið til Taílands fjórum sinnum á ári á hverju ári undanfarin 14 ár í tengslum við fyrirtækjarekstur sinn en nú segir hún að þangað muni hún aldrei fara aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás