fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Stórfelldur rottufaraldur í litlum ítölskum bæ – Myndband

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 11:30

Ein af rottunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski helst líkja ástandinu í ítalska bænum Gattolino, sem er í Cesena héraðinu í norðurhluta landsins, við hryllingsmynd. Þar hafa heilu rottuhjarðirnar herjað á bæjarbúa undanfarna daga við lítinn fögnuð.

„Þegar bíl er ekið eftir fáfarinni götu á kvöldin þjóta mörg hundruð rottur eftir malbikinu.“

Segir meðal annars í umfjöllun The Guardian um málið.

Íbúarnir í Gattolino segja þessa óvelkomnu gesti vera „geðveikar hvítar rottur“ vegna undarlegrar hegðunar þeirra. Þær hoppa fyrir bíla og einnig segir fólk að þær ráðist á hver aðra og drepi.

Yfirvöld í Cesena hafa sett sérstakan starfshóp á laggirnar til að takast á við rottupláguna. Í honum eru meðal annars slökkviliðs- og lögreglumenn auk heilbrigðisfulltrúa.

Ekki er vitað með vissu hvaðan allar þessar rottur koma en ein helsta kenningin er að þær komi frá stað þar sem áður var dúfnarækt en þar höfðu þær skjól og mat.

Með góðum vilja er hægt að þýða bæjarnafnið Gattolino sem „lítill köttur“ og af þeim sökum telja sumir bæjarbúar sig geta skýrt ákveðna hegðun hjá rottunum því þær stoppa margar hverjar við skiltið með bæjarnafninu og snúa við.

„Rottur eru ekki heimskar. Þær vita að litli kötturinn er ekkert lamb að leika sér við.“

Sagði einn bæjarbúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali