fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Stórfelldur rottufaraldur í litlum ítölskum bæ – Myndband

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 11:30

Ein af rottunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski helst líkja ástandinu í ítalska bænum Gattolino, sem er í Cesena héraðinu í norðurhluta landsins, við hryllingsmynd. Þar hafa heilu rottuhjarðirnar herjað á bæjarbúa undanfarna daga við lítinn fögnuð.

„Þegar bíl er ekið eftir fáfarinni götu á kvöldin þjóta mörg hundruð rottur eftir malbikinu.“

Segir meðal annars í umfjöllun The Guardian um málið.

Íbúarnir í Gattolino segja þessa óvelkomnu gesti vera „geðveikar hvítar rottur“ vegna undarlegrar hegðunar þeirra. Þær hoppa fyrir bíla og einnig segir fólk að þær ráðist á hver aðra og drepi.

Yfirvöld í Cesena hafa sett sérstakan starfshóp á laggirnar til að takast á við rottupláguna. Í honum eru meðal annars slökkviliðs- og lögreglumenn auk heilbrigðisfulltrúa.

Ekki er vitað með vissu hvaðan allar þessar rottur koma en ein helsta kenningin er að þær komi frá stað þar sem áður var dúfnarækt en þar höfðu þær skjól og mat.

Með góðum vilja er hægt að þýða bæjarnafnið Gattolino sem „lítill köttur“ og af þeim sökum telja sumir bæjarbúar sig geta skýrt ákveðna hegðun hjá rottunum því þær stoppa margar hverjar við skiltið með bæjarnafninu og snúa við.

„Rottur eru ekki heimskar. Þær vita að litli kötturinn er ekkert lamb að leika sér við.“

Sagði einn bæjarbúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns