fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Bleiur reyndust innihalda illgresiseyði og önnur eiturefni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 20:30

Ætli þetta barn sé með franska bleiu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri rannsókn umhverfisstofnunarinnar ANSES kemur fram að eiturefni á borð við illgresiseyði hafi fundist í bleium sem eru framleiddar og seldar í Frakklandi. Grunur leikur á að sum efnanna geti valdið krabbameini.

Starfsmenn ANSES rannsökuðu 23 bleiutegundir og fundu ýmis efni í þeim. Þar á meðal efni sem eru notuð í snyrtivörur en einnig fundu þeir kolvatnsefni og glyphosate, sem er meðal annars notað í illgresiseyði,  en það hefur verið tengt við krabbamein að því er segir í umfjöllun Sky um málið. Fram kemur að sumar Evrópuþjóðir hafi barist fyrir því að notkun efnisins verði bönnuð.

Frönsk yfirvöld segja að það sé mikilvægt að framleiðendur og kaupmenn tryggi að þessi eiturefni verði fjarlægð úr bleium sem eru framleiddar og seldar í Frakklandi.

Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra, sagði að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur því börn þeirra séu ekki í bráðri hættu vegna eitursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju